Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 151, 120. löggjafarþing 84. mál: þingfararkaup og þingfararkostnaður (skattskylda starfskostnaðar).
Lög nr. 119 7. nóvember 1995.

Lög um breytingu á lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað, nr. 88/1995.


1. gr.

     16. gr. laganna orðast svo:
     Greiðsla þingfararkostnaðar skv. 6. og 7. gr. er framtalsskyld, sbr. lög um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, en ekki skattskyld. Um greiðslur skv. 8. gr. fer eftir þeim reglum sem ríkisskattstjóri setur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. nóvember 1995.