Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 401, 120. löggjafarþing 194. mál: Iðnlánasjóður (tryggingalánadeild).
Lög nr. 135 22. desember 1995.

Lög um breytingu á lögum nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð.


1. gr.

     4. tölul. 14. gr. laganna orðast svo:
  1. Að selja ábyrgðartryggingar fyrir þjónustu sem íslenskir aðilar veita erlendis. Einnig að tryggja verkábyrgðir innlendra aðila vegna framkvæmda sem fara að umfangi yfir þau viðmiðunarmörk sem gera opinberar framkvæmdir útboðsskyldar á Evrópska efnahagssvæðinu.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1995.