Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 400, 120. löggjafarþing 234. mál: vatnalög (holræsagjald).
Lög nr. 137 20. desember 1995.

Lög um breytingu á vatnalögum, nr. 15/1923, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 87. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 5. mgr. og orðast svo:
     Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður holræsagjald sem tekjulitlum elli- eða örorkulífeyrisþegum er gert að greiða.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1995.