Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 502, 120. löggjafarþing 263. mál: lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (starfsmenn Sjúkrahúss Reykjavíkur).
Lög nr. 156 31. desember 1995.

Lög um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 29/1963, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þeir starfsmenn Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem við gildistöku laga þessara starfa hjá Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala, Reykjavík, og eiga aðild að sjóðnum, skulu eiga rétt til áframhaldandi aðildar að sjóðnum með óslitinni réttindaávinnslu frá þeim tíma sem Sjúkrahús Reykjavíkur tekur til starfa.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 1995.