Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 893, 120. löggjafarþing 217. mál: háskóli Íslands (skrásetningargjald).
Lög nr. 29 3. maí 1996.

Lög um breyting á lögum nr. 131/1990, um Háskóla Íslands.


1. gr.

     6. og 7. mgr. 21. gr. laganna orðast svo:
     Við skrásetningu til náms greiðir stúdent skrásetningargjald, 24.000 kr. Upphæð gjaldsins kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert. Háskólaráði er heimilt að ráðstafa allt að 13% af gjaldinu til Félagsstofnunar stúdenta og allt að 10% til sérstakra verkefna samkvæmt samningi milli Háskólans og stúdentaráðs Háskóla Íslands sem háskólaráð staðfestir. Heimilt er að taka 15% hærra gjald af þeim sem fá leyfi til skrásetningar utan skrásetningartímabila.
     Þeir teljast einir stúdentar við Háskóla Íslands sem skrásettir hafa verið til náms. Í reglugerð má kveða nánar á um árlega skrásetningu stúdenta.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Háskólaárið 1995–96 greiðir Háskóli Íslands stúdentaráði 2.175 kr. vegna hvers skráðs stúdents.

Samþykkt á Alþingi 2. maí 1996.