Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 990, 120. löggjafarþing 518. mál: framboð og kjör forseta Íslands (meðmælendur).
Lög nr. 43 17. maí 1996.

Lög um breyting á lögum um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36 12. febrúar 1945, með síðari breytingu.


1. gr.

     Í stað orðanna „á kjörskrá“ í 4. gr. laganna kemur: kosningarbærir.

2. gr.

     Í stað „128. gr.“ í 1. mgr. 14. gr. laganna, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 39/1963, kemur: 120. gr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. maí 1996.