Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1185, 120. löggjafarþing 483. mál: iðnaðarmálagjald (atvinnugreinaflokkun).
Lög nr. 81 11. júní 1996.

Lög um breyting á lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald.


1. gr.

     2. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Til iðnaðar telst öll starfsemi sem fellur undir atvinnugreinanúmer sem upp eru talin í viðauka við lög þessi.
     Undanþegin gjaldinu eru fyrirtæki sem að öllu leyti eru í eign opinberra aðila, svo og fyrirtæki sem stofnuð eru samkvæmt sérstökum lögum til að vera eign opinberra aðila að verulegu leyti nema annars sé getið í þeim lögum.

3. gr.

     Við lögin bætist nýr viðauki sem verður hluti af lögum þessum og orðast svo:
Viðauki.
     Til iðnaðar skv. 1. mgr. 2. gr. skulu teljast eftirtaldar atvinnugreinar samkvæmt Íslenskri atvinnugreinaflokkun, ÍSAT 95:
10 Kolanám og móvinnsla.
11 Vinnsla á hráolíu, jarðgasi o.fl.
12 Nám á úran- og þórínmálmgrýti.
13 Málmnám og málmvinnsla.
14 Nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu.
Úr 15 Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður:
15.20.8 Lagmetisiðja og framleiðsla sjávarrétta.
15.3 Vinnsla ávaxta og grænmetis.
15.43 Framleiðsla smjörlíkis og svipaðrar feiti til manneldis.
15.6 Framleiðsla á kornvöru, mjölva og mjölvavöru.
15.7 Fóðurframleiðsla.
15.8 Annar matvælaiðnaður.
15.9 Drykkjarvöruiðnaður.
16 Tóbaksiðnaður.
17 Textíliðnaður.
18 Fataiðnaður; sútun og litun loðskinna.
19 Leðuriðnaður.
20 Trjáiðnaður.
21 Pappírsiðnaður.
22 Útgáfustarfsemi og prentiðnaður. Þó ekki 22.31, fjölföldun hljóðritaðs efnis, og 22.32, fjölföldun myndefnis.
23 Framleiðsla á koxi, olíuvörum og kjarnorkueldsneyti.
24 Efnaiðnaður.
25 Gúmmí- og plastvöruframleiðsla.
26 Gler-, leir- og steinefnaiðnaður.
27 Framleiðsla málma.
28 Málmsmíði og viðgerðir.
29 Vélsmíði og vélaviðgerðir.
30 Framleiðsla á skrifstofuvélum og tölvum.
31 Framleiðsla og viðgerðir annarra ótalinna rafmagnsvéla og tækja.
32 Framleiðsla og viðgerðir fjarskiptabúnaðar og tækja.
33 Framleiðsla og viðhald á lækningatækjum, mæli- og rannsóknartækjum, úrum o.fl.
34 Framleiðsla vélknúinna ökutækja annarra en vélhjóla.
35 Framleiðsla annarra farartækja.
36 Húsgagnaiðnaður, skartgripasmíði, hljóðfærasmíði, sportvörugerð, leikfangagerð og annar ótalinn iðnaður.
37 Endurvinnsla.
45 Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð.
Úr 50 Sala, viðhald og viðgerðir á bílum o.fl.; bensínstöðvar:
50.2 Bílaviðgerðir og viðhald; hjólbarðaviðgerðir.
52.7 Viðgerðir á hlutum til einkanota og heimilisnota.
72 Tölvur og tölvuþjónusta.
Úr 74 Önnur viðskipti og sérhæfð þjónusta:
74.81 Ljósmyndaþjónusta.
Úr 93 Önnur persónuleg þjónustustarfsemi:
93.02 Hárgreiðslu- og snyrtistofur.


4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi nú þegar.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.