Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1194, 120. löggjafarþing 536. mál: byggingarlög (raflagnahönnuðir).
Lög nr. 92 14. júní 1996.

Lög um breyting á byggingarlögum, nr. 54/1978, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:
     Rafiðnfræðingar, rafvirkjameistarar og rafvirkjar, sem störfuðu þann 1. janúar 1996 við raflagnahönnun eða höfðu á næstliðnum 4 árum fengið samþykki opinberra aðila fyrir raflagnateikningum, eiga, þrátt fyrir ákvæði 12. gr., rétt á takmörkuðu starfsleyfi sem raflagnahönnuðir, enda sæki þeir um slíkt leyfi til umhverfisráðherra fyrir 1. janúar 1997.
     Ráðherra setur nánari ákvæði um framkvæmd greinar þessarar í reglugerð.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.