Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1225, 120. löggjafarþing 500. mál: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (aðild kennara og skólastjórnenda).
Lög nr. 98 14. júní 1996.

Lög um breyting á lögum nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, ásamt síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 1. mgr. 3. gr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
     Kennarar og skólastjórnendur, sem ráðnir eru samkvæmt ákvæðum laga um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla og starfa við skóla sem eru reknir af sveitarfélögum samkvæmt lögum um grunnskóla, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins, enda uppfylli ráðning þeirra skilyrði a-liðar I. tölul. 1. mgr. um ráðningartíma og starfshlutfall. Kennurum og skólastjórnendum er þó heimilt að greiða í annan lífeyrissjóð, ef viðkomandi sveitarfélag samþykkir aðild þeirra að þeim sjóði. Sama gildir um aðra starfsmenn grunnskóla og fræðsluskrifstofa sem ráðnir voru af ríkinu og áttu aðild að lífeyrissjóðnum 31. júlí 1996 og ráðnir eru til áframhaldandi starfs við grunnskóla sveitarfélaga og skólaskrifstofur þeirra.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. ágúst 1996.

Samþykkt á Alþingi 5. júní 1996.