Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 282, 121. löggjafarþing 118. mál: Lífeyrissjóður bænda (kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs).
Lög nr. 125 13. desember 1996.

Lög um breyting á lögum nr. 50/1984, um lífeyrissjóð bænda, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
  1. Orðin „til ársloka 1996“ í 1. málsl. falla brott.
  2. 4. málsl. fellur brott.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar breytingar verða á 24. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Lífeyrir skv. I. kafla skal hvert ár miðast við viðmiðunarlaun undanfarandi fimm almanaksára.
  3. Orðin „til ársloka 1996“ í 2. mgr. falla brott.


3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 1996.