Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 296, 121. löggjafarþing 29. mál: almenn hegningarlög (barnaklám).
Lög nr. 126 13. desember 1996.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940 (barnaklám).


1. gr.

     Við 210. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Hver sem hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum. Sömu refsingu varðar að hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997.

Samþykkt á Alþingi 10. desember 1996.