Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 507, 121. löggjafarþing 250. mál: almannatryggingar og lyfjalög (kaup á vörum og þjónustu, lyfjaverðsnefnd).
Lög nr. 153 27. desember 1996.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, og lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 41. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 1. mgr. og orðast svo:
     Tryggingastofnun ríkisins ber að leita bestu mögulegra kjara, að teknu tilliti til gæða, á þeim vörum og þjónustu sem hún greiðir eða tekur þátt í að greiða samkvæmt lögum þessum.

II. KAFLI
Um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við 3. mgr. 40. gr. laganna bætist nýr málsliður er verður 5. málsl. og orðast svo: Þegar fjallað er um athugasemdir Tryggingastofnunar ríkisins um lyfjaverð tekur fulltrúi Tryggingastofnunarinnar sæti í nefndinni.

III. KAFLI
Gildistaka.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1996.