Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1291, 121. löggjafarþing 541. mál: tryggingagjald (sjálfstætt starfandi einstaklingar).
Lög nr. 66 26. maí 1997.

Lög um breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, og lögum nr. 156/1996, um breyting á þeim lögum.


1. gr.

     Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skulu tekjur af atvinnutryggingagjaldi vegna reiknaðs endurgjalds þeirra sem falla undir gildissvið laga um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga renna í hlutaðeigandi deild þess sjóðs.

2. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 156/1996 fellur brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1997.

Samþykkt á Alþingi 14. maí 1997.