Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 705, 122. löggjafarþing 371. mál: fjáröflun til vegagerðar (sendi- og hópferðabifreiðar).
Lög nr. 128 23. desember 1997.

Lög um breytingu á lögum um fjáröflun til vegagerðar, nr. 3/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðanna „Af bifreiðum, sem ekið er gegn gjaldi samkvæmt löggiltum mælum, skal árgjaldið vera 30% hærra en að framan greinir“ í A-lið 4. gr. laganna kemur: Af bifreiðum sem ekið er gegn gjaldi samkvæmt löggiltum mælum og sendi- og hópbifreiðum, sem nýttar eru í atvinnurekstri, skal árgjaldið vera 25% hærra en að framan greinir. Ákvæðið tekur þó aðeins til þeirra sendibifreiða sem notið hafa innskattsfrádráttar á virðisaukaskatti.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1997.