Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 671, 122. löggjafarþing 333. mál: búnaðargjald (innheimta).
Lög nr. 139 23. desember 1997.

Lög um breytingu á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald.


1. gr.

     4. gr. laganna orðast svo:
     Gjaldskyldir búvöruframleiðendur skulu greiða fyrir fram upp í væntanlega álagningu með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember á tekjuárinu. Fyrirframgreiðslan skal nema 2,65% af búnaðargjaldsstofni á næstliðnu tekjuári.
     Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 1. mgr. skulu vera fyrsti dagur mánaðanna ágúst til og með desember. Heimilt er gjaldanda að sækja um breytingu á fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 1. mgr. Slíka umsókn skal senda skattstjóra er úrskurðar um breytingu greiðsluskyldunnar innan hæfilegs frests. Skattstjóri skal taka til greina umsókn gjaldanda ef fyrirsjáanlegt er að búnaðargjald breytist um sem nemur a.m.k. 25%, þó að lágmarki 10.000 kr. á milli ára.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. 4. mgr. orðast svo:
  2.      Frá álögðu búnaðargjaldi skal draga þá fjárhæð sem greidd hefur verið fyrir fram skv. 4. gr. Greiði gjaldskyldur aðili ekki fyrirframgreiðslu á tilskildum tíma eða vangreiði hann skal innheimtumaður ríkissjóðs reikna hæstu leyfilegu dráttarvexti samkvæmt auglýsingu Seðlabanka Íslands á þá fjárhæð sem vangoldin er frá gjalddaga, sbr. 4. gr. Ef álagning er hærri en ákvörðuð fyrirframgreiðsla skal gjaldandi greiða mismuninn með sem næst jöfnum greiðslum á gjalddögum þinggjalda. Við mismun sem á rætur að rekja til of hárrar fyrirframgreiðslu skal bæta 2,5% álagi.
  3. Á eftir orðinu „greiðslu“ í 5. mgr. kemur: innheimtu.


3. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari reglur um fyrirframgreiðslur, álagningu, innheimtu og annað er varðar skattalega framkvæmd laga þessara.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 7. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „innheimtu“ kemur: fyrirframgreiðslna.
  2. Orðin „í staðgreiðslu“ falla brott.


5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Fyrirframgreiðsla búnaðargjalds á árinu 1998 skal þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna nema 2,65% af veltu gjaldanda á árinu 1997 skv. 11.– 13. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1997.