Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 876, 122. löggjafarþing 355. mál: framhaldsskólar (ráðningartími aðstoðarstjórnenda).
Lög nr. 9 12. mars 1998.

Lög um breyting á lögum nr. 80/1996, um framhaldsskóla.


1. gr.

     3. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
     Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara til allt að fimm ára í senn, áfangastjóra til allt að fjögurra ára og deildarstjóra til tveggja ára að höfðu samráði við skólanefnd. Hann ræður einnig kennara, námsráðgjafa, starfsfólk skólasafns og aðra starfsmenn skólans að höfðu samráði við skólanefnd.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 1998.