Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 875, 122. löggjafarþing 248. mál: heilbrigðisþjónusta (skipunartími stjórnarformanna heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa).
Lög nr. 24 17. mars 1998.

Lög um breytingar á lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. mgr. 21. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Skipunartími formanns skal þó takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipaði hann.

2. gr.

     Við 3. mgr. 30. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Skipunartími formanns skal takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipaði hann.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1998.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 1998.