Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1474, 122. löggjafarþing 509. mál: flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála (gjald af flugvélabensíni).
Lög nr. 56 10. júní 1998.

Lög um breyting á lögum um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, nr. 31 27. mars 1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     5. og 6. gr. laganna falla brott og breytist greinatala samkvæmt því.

2. gr.

     1. málsl. 15. gr. laganna, er verður 13. gr., orðast svo: Flugvallagjöld skv. 6. og 7. gr. skulu vera grunntaxtar.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1998.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 1998.