Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1543, 122. löggjafarþing 547. mál: staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur (álagsstuðull á vexti).
Lög nr. 90 16. júní 1998.

Lög um breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.


1. gr.

     Í stað orðanna „og lífeyrissjóðir, sbr. lög nr. 55/1980“ í niðurlagi 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: líftryggingafélög, sbr. 23. gr. laga nr. 60/1994, og lífeyrissjóðir, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

2. gr.

     5. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist nýr málsliður er verður 3. málsl. og orðast svo: Ef tilgreint er á kvittun til rétthafa vaxtanna að um sé að ræða upplýsingar sem færa beri á skattframtal og heildarfjárhæð skattskyldra vaxta er undir 10.000 kr. þarf þó ekki að láta yfirlit þetta í té að tekjuári liðnu, nema rétthafi óski sérstaklega eftir því.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu gilda um afdrátt staðgreiðslu frá og með árinu 1998.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1998.