Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1548, 122. löggjafarþing 480. mál: gjald af áfengi.
Lög nr. 93 16. júní 1998.

Lög um breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi.


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skulu vörur sem innihalda meira en 2,25% af vínanda, en eru óhæfar til neyslu og ekki er hægt að gera neysluhæfar, undanþegnar áfengisgjaldi. Ráðherra getur með reglugerð ákveðið nánar hvaða vörur falla hér undir.

2. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Áfengisgjald skal vera sem hér segir á hvern sentilítra af vínanda í hverjum lítra hins áfenga drykkjar samkvæmt flokkun hans í tollskrá:
 1. Af öli sem flokkast í vörulið 2203, svo og af vörum sem innihalda blöndur af öli og óáfengum drykk og flokkast í vörulið 2206: 58,70 kr. á hvern sentilítra umfram 2,25 sentilítra.
 2. Af víni sem flokkast undir vöruliði 2204 og 2205, svo og af gerjuðum drykkjarvörum í vörulið 2206 sem ekki hafa verið blandaðar annarri gerjaðri drykkjarvöru eða óáfengri drykkjarvöru, enda sé varan að hámarki 15% að styrkleika og innihaldi eingöngu vínanda sem myndast við gerjun, án hvers kyns eimingar: 52,80 kr. á hvern sentilítra umfram 2,25 sentilítra.
 3. Af öðru áfengi: 57,50 kr.

     Gjald skv. 1. mgr. skal reiknast hlutfallslega á brot af sentilítra af vínanda og brot af lítra hins áfenga drykkjar.
     Ef umbúðir vöru greina ekki magn eða styrkleika áfengis sem aðilar sem tilgreindir eru í 2. mgr. 2. gr. flytja til landsins eða fá sent erlendis frá er tollyfirvöldum heimilt að meta magn eða styrkleika áfengis og ákvarða gjald samkvæmt því.

3. gr.

     4. gr. laganna fellur brott og númeraröð annarra greina breytist til samræmis við það.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „skattstjóra þar sem þeir eru heimilisfastir“ í 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
 2. Í stað orðanna „Skattstjórar skulu hver í sínu umdæmi“ í 3. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri skal.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Áfengisgjald skal fellt niður eða endurgreitt í eftirtöldum tilvikum.
 2. 5. tölul. 1. mgr. orðast svo: Af áfengi sem ferðamenn og farmenn hafa með sér inn í landið til eigin nota, að tilteknu hámarki sem fjármálaráðherra kveður á um í reglugerð.
 3. Við 1. mgr. bætast tveir nýir töluliðir er orðast svo:
  1. Af áfengi, sem talið er upp í lyfjaskrá, til lækna og lyfsala til sölu sem lyf.
  2. Af áfengi til iðnþarfa samkvæmt nánari skilgreiningu fjármálaráðherra.
 4. Orðin „svo og lækna og lyfsala vegna áfengis sem talið er upp í lyfjaskrá og selt er sem lyf, sbr. 7. tölul. 1. mgr. 11. gr. áfengislaga, og áfengis sem selt er skv. 8. tölul. 1. mgr. 11. gr. sömu laga“ í 2. mgr. falla brott.
 5. Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
 6.      Fjármálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, m.a. um skilyrði niðurfellingar eða endurgreiðslu.


6. gr.

     8. gr. laganna orðast svo:
     Af innheimtu áfengisgjaldi þeirra sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr. 2. gr. skal 1% renna í Forvarnasjóð. Tilgangur sjóðsins skal vera að stuðla að forvörnum gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu. Styrki skal veita úr sjóðnum til forvarnastarfa á verkefnagrundvelli. Áfengis- og vímuvarnaráð gerir tillögur til heilbrigðisráðherra um veitingu styrkja úr Forvarnasjóði.
     Af innheimtu áfengisgjaldi þeirra sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr. 2. gr. skulu 0,3% renna til áfengiseftirlits lögregluyfirvalda.

7. gr.

     Orðin „og 4.“ í 9. gr. laganna falla brott.

8. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1998. Við gildistöku laganna falla úr gildi lög nr. 58/1970, um skemmtanaskatt.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1998.