Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1564, 122. löggjafarþing 702. mál: verðbréfaviðskipti.
Lög nr. 94 16. júní 1998.

Lög um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 13/1996, sbr. lög nr. 35/1998.


1. gr.

     1. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Fyrirtækið sé hlutafélag. Þó er heimilt að starfrækja verðbréfamiðlun skv. 9. gr. sem einkahlutafélag. Sé um að ræða verðbréfafyrirtæki sem stundar starfsemi skv. 8. gr. skal innborgað hlutafé nema að lágmarki 65 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en sem nemur 730.000 ECU miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. Sé um að ræða verðbréfamiðlun sem stundar starfsemi skv. 9. gr. skal innborgað hlutafé nema að lágmarki 4,5 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en sem nemur 50.000 ECU miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, sbr. þó 2. mgr. 9. gr., en þá skal innborgað hlutafé nema að lágmarki 10 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en sem nemur 125.000 ECU miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu er óheimilt að hefja starfsemi fyrr en hlutafé hefur verið greitt að fullu í reiðufé.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. júní 1998.