Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1163, 122. löggjafarþing 286. mál: verðbréfaviðskipti (kauphallir, innborgað hlutafé).
Lög nr. 35 21. apríl 1998.

Lög um breytingu á lögum nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti.


1. gr.

     A-liður 10. tölul. 2. gr. laganna orðast svo: Kauphöll sem hlotið hefur starfsleyfi hér á landi og hliðstæðar kauphallir innan Evrópska efnahagssvæðisins.

2. gr.

     Í stað 2., 3. og 4. málsl. 1. tölul. 3. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sé um að ræða verðbréfafyrirtæki sem stundar starfsemi skv. 8. gr. skal innborgað hlutafé nema að lágmarki 65 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en sem nemur 730.000 ECU miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. Sé um að ræða verðbréfamiðlun sem stundar starfsemi skv. 9. gr. skal innborgað hlutafé nema að lágmarki 4,5 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en sem nemur 50.000 ECU miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, sbr. þó 2. mgr. 9. gr., en þar skal innborgað hlutafé nema að lágmarki 10 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en sem nemur 125.000 ECU miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.

3. gr.

     1. mgr. 26. gr. laganna orðast svo:
     Ákvæði þessa kafla taka til viðskipta með verðbréf í kauphöll og á tilboðsmarkaði sem hlotið hefur starfsleyfi hér á landi. Jafnframt taka þau til viðskipta með verðbréf utan skipulegra verðbréfamarkaða.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. apríl 1998.