Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1542, 122. löggjafarþing 394. mál: verslun með áfengi og tóbak (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 98 16. júní 1998.

Lög um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 63/1969, með síðari breytingum.


1. gr.

     7. gr. laganna orðast svo:
     Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal tryggja að þjónusta við viðskiptavini sé vönduð, sem og upplýsingar sem gefnar eru viðskiptavinum um þá vöru sem á boðstólum er, allt eftir því sem samrýmist lögum þessum, áfengislögum og öðrum lagafyrirmælum og reglum á hverjum tíma.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1998.