Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 617, 123. löggjafarþing 233. mál: Landhelgisgæsla Íslands (útboð).
Lög nr. 142 22. desember 1998.

Lög um breyting á lögum um Landhelgisgæslu Íslands, nr. 25 22. apríl 1967.


1. gr.

     Við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Við smíði varðskips er eigi skylt að láta fara fram útboð og er heimilt að leita tilboða frá einum eða fleiri aðilum. Sama gildir um viðhald varðskips þegar sérstakir öryggishagsmunir krefjast.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1998.