Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 645, 123. löggjafarþing 365. mál: almannatryggingar (örorkumat, skerðing lífeyris).
Lög nr. 149 22. desember 1998.

Lög um breytingar á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. Í stað 1. og 2. mgr. koma átta nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 2.      Ef tekjur einhleyps ellilífeyrisþega eru ekki hærri en 241.344 kr. á ári skal greiða tekjutryggingu til viðbótar lífeyri hans að upphæð 347.244 kr. á ári. Hafi lífeyrisþegi hins vegar tekjur umfram 241.344 kr. á ári skal skerða tekjutrygginguna um 45% þeirra tekna sem umfram eru.
       Nú nýtur einungis annað hjóna ellilífeyris og sameiginlegar tekjur þeirra hjóna eru ekki hærri en 724.032 kr. á ári og skal þá greiða tekjutryggingu til viðbótar lífeyri þess að upphæð 347.244 kr. á ári. Hafi hjón hins vegar tekjur umfram 724.032 kr. á ári skal skerða tekjutrygginguna um 45% þeirra tekna sem umfram eru.
       Hjónum, sem bæði njóta ellilífeyris, en hafa sameiginlega tekjur sem eru ekki hærri en 482.688 kr. á ári, skal greiða tekjutryggingu sem nemur tvöfaldri tekjutryggingu einhleypings. Hafi hjón hins vegar tekjur umfram 482.688 kr. á ári skal skerða tekjutrygginguna um 45% þeirra tekna sem umfram eru.
       Ef tekjur einhleyps örorkulífeyrisþega eru ekki hærri en 362.016 kr. á ári skal greiða tekjutryggingu til viðbótar lífeyri hans að upphæð 356.965 kr. á ári. Hafi lífeyrisþegi hins vegar tekjur umfram 362.016 kr. á ári skal skerða tekjutrygginguna um 45% þeirra tekna sem umfram eru.
       Nú nýtur aðeins annað hjóna örorkulífeyris og sameiginlegar tekjur þeirra hjóna eru ekki hærri en 1.086.048 kr. á ári og skal þá greiða tekjutryggingu til viðbótar lífeyri þess að upphæð 356.965 kr. á ári. Hafi hjón hins vegar tekjur umfram 1.086.048 kr. á ári skal skerða tekjutrygginguna um 45% þeirra tekna sem umfram eru.
       Hjónum, sem bæði njóta örorkulífeyris, en hafa sameiginlegar tekjur sem eru ekki hærri en 724.032 kr. á ári, skal greiða tekjutryggingu sem nemur tvöfaldri tekjutryggingu einhleypings. Hafi hjón hins vegar tekjur umfram 724.032 kr. á ári skal skerða tekjutrygginguna um 45% þeirra tekna sem umfram eru.
       Hjón, sem bæði eru lífeyrisþegar, annað örorkulífeyrisþegi, en hitt ellilífeyrisþegi, skulu hafa sömu tekjuviðmið og einhleypir á viðkomandi lífeyrissviði og miðast tekjur hvors þeirra við helming sameiginlegra tekna.
       Til tekna sem notaðar eru til viðmiðunar í ákvæði þessu teljast ekki bætur almannatrygginga, bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, húsaleigubætur og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
 3. Í stað orðanna „uppbót á lífeyri“ í 4. mgr. kemur: tekjutryggingu.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1998.