Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 638, 123. löggjafarþing 279. mál: bifreiðagjald, fjáröflun til vegagerðar og vörugjald af ökutækjum (gjaldskrár o.fl.).
Lög nr. 151 28. desember 1998.

Lög um breytingar á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, og lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

1. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Bifreiðagjald á hverju gjaldtímabili er 6,00 kr. fyrir hvert kg af eigin þyngd bifreiðar allt að 1.000 kg, 8,10 kr. fyrir hvert kg af eigin þyngd bifreiðar umfram það að 3.000 kg, en 2.000 kr. af hverju byrjuðu tonni af eigin þyngd bifreiðar umfram það. Þó skal gjaldið ekki vera lægra en 3.000 kr. og ekki hærra en 36.200 kr. á hverju gjaldtímabili.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Greiðendum bifreiðagjalds sem greiddu hærra gjald en 36.200 kr. á 2. gjaldtímabili 1998 skal endurgreiddur mismunurinn á 36.200 kr. og þeirri fjárhæð sem þeir greiddu.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

3. gr.

     3. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Bifreiðar erlendra sendisveita, bifreiðar erlendra ræðismanna sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar og námubifreiðar sem eingöngu eru notaðar utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum eru undanþegnar skattskyldu.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 4. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðanna „132.053 kr.“ og „7.555 kr.“ í 2. mgr. kemur: 136.675 kr., og: 7.819 kr.
  2. 3. málsl. 4. mgr. orðast svo: Skráning ökutækis samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi um leið og heimild hefur verið veitt og gildir í a.m.k. tólf mánuði.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á B-lið 4. gr. laganna:
  1. Orðin „tengi- og festivögnum“ í 3. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal ekki greitt fast árgjald þungaskatts af slökkvibifreiðum sem falla undir vörulið 8705.3009 í viðauka I við tollalög, nr. 55/1987.
  3. 2. mgr. orðast svo:
  4.      Kílómetragjald bifreiða skv. 1. mgr. þessa stafliðar skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd Kílómetragjald, Leyfð heildarþyngd Kílómetragjald,
    ökutækis, kg kr. ökutækis, kg kr.
    4.000–4.999 6,97 18.000–18.999 13,40
    5.000–5.999 7,41 19.000–19.999 14,43
    6.000–6.999 8,01 20.000–20.999 15,20
    7.000–7.999 8,42 21.000–21.999 16,08
    8.000–8.999 8,78 22.000–22.999 17,09
    9.000–9.999 9,17 23.000–23.999 17,90
    10.000–10.999 9,73 24.000–24.999 18,71
    11.000–11.999 10,10 25.000–25.999 19,63
    12.000–12.999 11,38 26.000–26.999 20,50
    13.000–13.999 12,44 27.000–27.999 21,41
    14.000–14.999 10,14 28.000–28.999 22,32
    15.000–15.999 10,92 29.000–29.999 23,23
    16.000–16.999 11,79 30.000–30.999 24,14
    17.000–17.999 12,64 31.000 og yfir 25,05

  5. Á eftir 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  6.      Kílómetragjald festi- og tengivagna skv. 1. mgr. þessa stafliðar skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd Kílómetragjald, Leyfð heildarþyngd Kílómetragjald,
    ökutækis, kg kr. ökutækis, kg kr.
    6.000–6.999 7,63 19.000–19.999 17,31
    7.000–7.999 8,01 20.000–20.999 18,24
    8.000–8.999 8,36 21.000–21.999 19,29
    9.000–9.999 8,73 22.000–22.999 20,51
    10.000–10.999 9,28 23.000–23.999 21,49
    11.000–11.999 9,62 24.000–24.999 22,46
    12.000–12.999 10,83 25.000–25.999 23,55
    13.000–13.999 11,85 26.000–26.999 24,59
    14.000–14.999 12,17 27.000–27.999 25,70
    15.000–15.999 13,10 28.000–28.999 26,79
    16.000–16.999 14,15 29.000–29.999 27,87
    17.000–17.999 15,18 30.000–30.999 28,96
    18.000–18.999 16,08 31.000 og yfir 30,07

         Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er eigendum eða umráðamönnum ökutækja heimilt að velja áður en gjaldár hefst að greiða gjald sem taki mið af áætluðum kílómetrafjölda er samsvari 95.000 km akstri á gjaldárinu í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra. Velji eigandi eða umráðamaður að greiða áætlað kílómetragjald skal hann að auki greiða 100.000 kr. fast árgjald, sbr. 3. málsl. 1. mgr. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein verður ekki breytt vegna viðkomandi ökutækis eftir að gjaldár er hafið.
  7. Lokamálsliður 3. mgr. fellur brott.


6. gr.

     C-liður 4. gr. laganna orðast svo:
     Af bifreiðum, sem skrásettar eru erlendis og nota annan orkugjafa en bensín, og af eftirvögnum, sem eru 6.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, skal greiða þungaskatt skv. 2. og 3. mgr. Af bifreiðum, sem eru allt að 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd, og nýttar eru í atvinnuskyni, sbr. 2. mgr. 4. gr. A, skal vikugjaldið vera 25% hærra. Af bifreiðum, sem eru 4.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, og af eftirvögnum, sem eru 6.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, og nýtt eru í atvinnuskyni skal greiða þungaskatt samkvæmt ákvæðum B-liðar.
     Af ökutækjum skráðum erlendis skal greiða þungaskatt fyrir hverja byrjaða viku sem ökutækið er hér á landi sem hér segir:
Þungaskattur Þungaskattur
Eigin þyngd fyrir hverja Eigin þyngd fyrir hverja
ökutækis, kg byrjaða viku, kr. ökutækis, kg byrjaða viku, kr.
Allt að 1.000 1.813 2.800–2.999 3.380
1.000–1.499 2.176 3.000–3.199 3.531
1.500–1.999 2.628 3.200–3.399 3.681
2.000–2.199 2.779 3.400–3.599 3.831
2.200–2.399 2.929 3.600–3.799 3.982
2.400–2.599 3.079 3.800–3.999 4.132
2.600–2.799 3.230

     Sé eigin þyngd ökutækis meiri en 4.000 kg skal þungaskattur fyrir hverja byrjaða viku hækka um 1.000 kr. fyrir hver byrjuð 1.000 kg sem eigin þyngd er umfram 4.000 kg. Við ákvörðun þungaskatts samkvæmt þessari málsgrein reiknast brot úr viku sem heil vika.

7. gr.

     Í stað orðanna „lögreglustjóra í skráningarumdæmi hennar til geymslu í a.m.k. 30 daga samfellt“ í 3. mgr. A-liðar 7. gr. laganna kemur: Skráningarstofunni hf. til geymslu í a.m.k. 15 daga samfellt.

8. gr.

     Í stað orðanna „30 daga“ í 3. mgr. B-liðar 7. gr. laganna kemur: 15 daga.

9. gr.

     2. mgr. 17. gr. laganna orðast svo:
     Endurákvörðun skv. 12., 14. og 15. gr. og úrskurði ríkisskattstjóra skv. 1. mgr. má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

10. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
  1. Gjaldskrár þungaskatts skv. A- og C-lið 4. gr. hækka um 2% 1. júlí 1999. Hækkunin nær þó ekki til ökutækja sem eru 0–1.499 kg.
  2.      Gjaldskrá þungaskatts skv. B-lið 4. gr. hækkar um 2% 11. júní 1999, að undanskildu föstu árgjaldi skv. 3. málsl. 1. mgr. B-liðar 4. gr. Hækkun gjaldsins fyrir hvern ekinn kílómetra tekur gildi strax að loknu öðru álestrartímabili sem er frá 20. maí til 10. júní 1999, sbr. 2. mgr. B-liðar 7. gr. Sé ekki komið með ökutæki til álestrar á réttum tíma skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Af meðaltalsakstri sem samkvæmt þessu hefur átt sér stað eftir lok annars álestrartímabils skal innheimta hið hækkaða gjald.
  3. Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. B-liðar 4. gr. er eigendum eða umráðamönnum ökutækja heimilt að velja að greiða gjald sem taki mið af áætluðum kílómetrafjölda er samsvari 63.333 km á öðru og þriðja gjaldtímabili í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra auk fasts árgjalds skv. 3. málsl. 1. mgr. B-liðar 4. gr. laga þessara. Heimildin skal einungis veitt að mætt hafi verið í álestur á tímabilinu 20. janúar – 10. febrúar 1999 og umsókn borist ríkisskattstjóra fyrir 11. febrúar 1999.


III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

11. gr.

     2. og 3. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal vörugjald af eftirfarandi ökutækjum vera sem hér greinir:
  1. Eftirtalin ökutæki skulu undanþegin vörugjaldi:
    1. Dráttarbifreiðar að heildarþyngd 4 tonn eða meira sem gerðar eru til nota utan þjóðvega.
    2. Snjóplógar.
    3. Slökkvibifreiðar í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum.
    4. Sjúkrabifreiðar í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum.
    5. Sjálfhlaðandi eða sjálflosandi tengivagnar og festivagnar til landbúnaðarnota.
    6. Bifreiðar í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum, sérstaklega búnar til flutnings á fötluðum, þ.m.t. búnar hjólastólalyftu og samþykktar af Tryggingastofnun ríkisins.
    7. Dráttarvélar til nota á lögbýlum.
    8. Beltabifreiðar (snjóbílar), yfir 700 kg að eigin þyngd, sérstaklega ætlaðar til aksturs í snjó.
    9. Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög.
    10. Ökutæki sem knúin eru rafhreyfli og flutt eru inn eða smíðuð í tilraunaskyni.
    11. Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar sem eru skráðar sem slíkar og einungis notaðar í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna, svo og til aksturs til og frá slíkum atburðum. Skráningarmerki bifreiðanna skulu auðkennd sérstaklega. Ráðherra setur nánari reglur um gerð og útbúnað þeirra, svo og til hvaða atburða akstursheimildin taki. Sé brotið í bága við þær reglur skal vörugjald innheimt að fullu.
  2. Greiða skal 10% vörugjald af hópferðabifreiðum sem eru skráðar fyrir 10–17 manns að meðtöldum ökumanni og eru í eigu hópferða- eða sérleyfishafa eða í fjármögnunarleigu vegna fjármögnunarleigusamnings við hópferða- eða sérleyfishafa. Gjaldið skal lækka í 5% frá 1. janúar 2000.
  3. Af eftirtöldum ökutækjum skal greiða 30% vörugjald:
    1. Ökutæki á beltum undir 700 kg sem eru sérstaklega ætluð til flutninga í snjó, á svæðum þar sem aðrar samgöngur eru erfiðleikum bundnar verulegan hluta árs.
    2. Bifreiðar fatlaðra sem eru sérstaklega búnar til flutnings á þeim, þ.m.t. búnar hjólastólalyftu og samþykktar af Tryggingastofnun ríkisins.
    3. Bifreiðar sem sérstaklega eru útbúnar og notaðar til líkflutninga.
    4. Fólksbifreiðar sem falla í gjaldflokk II skv. 3. gr. og ætlaðar eru til útleigu hjá aðilum sem hafa tilskilin leyfi til reksturs bifreiðaleigu.
    5. Vélsleðar í eigu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem eingöngu eru ætlaðir til útleigu til ferðamanna eða flutnings á þeim.
  4. Vörugjald af leigubifreiðum til fólksflutninga skal lagt á samkvæmt eftirfarandi töflu miðað við sprengirými aflvélar mælt í rúmsentímetrum:
    Sprengirými aflvélar
    Flokkur Bensínvélar Dísilvélar Gjald í %
    I 0–1.600 0–2.100 10
    II 1.601–2.500 2.101–3.000 12
    III yfir 2.500 yfir 3.000 17
    Skilyrði lækkunar vörugjalds af leigubifreið eru að kaupandi hennar hafi atvinnuleyfi til leiguaksturs fólksbifreiða og hafi akstur hennar að aðalatvinnu.

     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari skilyrði um þau ökutæki sem falla undir 2. mgr., svo sem um notkun ökutækis, búnað þess, reglur um hvað teljist vera fyrirtæki í ferðaþjónustu, sbr. e-lið 3. tölul. 2. mgr., og hvað teljist vera aðalatvinna skv. 4. tölul. 2. mgr. og ákvæði um endurgreiðslu á mismuni vörugjalds skv. 3. gr. annars vegar og 2. mgr. hins vegar ef skilyrðunum er ekki fylgt.

12. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 4. tölul. 2. mgr. 5. gr. laga þessara skal gjald í % vera 14 fyrir I. flokk, 16 fyrir II. flokk og 21 fyrir III. flokk á árinu 1999.

13. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999 að undanskildum ákvæðum 3. og 5. gr. sem öðlast gildi 11. febrúar 1999. Gjaldskrár 5. gr. taka gildi strax að loknu fyrsta álestrartímabili sem er frá 20. janúar til 10. febrúar 1999, sbr. 2. mgr. B-liðar 7. gr. laga nr. 3/1987. Sé ekki komið með ökutæki til álestrar á réttum tíma skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Af meðaltalsakstri sem samkvæmt þessu hefur átt sér stað eftir lok fyrsta álestrartímabils skal innheimta hið hækkaða gjald.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1998.