Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 947, 123. löggjafarþing 537. mál: vörugjald (kranar).
Lög nr. 4 3. mars 1999.

Lög um breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirgreind tollskrárnúmer falla brott úr C-lið viðauka I við lögin: 8426.1201, 8426.1209, 8426.1900, 8426.2000, 8426.3000, 8426.4101, 8426.4109, 8426.4900, 8426.9100 og 8426.9900.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Ákvæði laga þessara skulu taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru við gildistöku þeirra, þó ekki vara sem afhentar hafa verið með bráðabirgðatollafgreiðslu, svo og til allra innlendra framleiðsluvara sem ekki hafa verið seldar eða afhentar þann dag.

Samþykkt á Alþingi 2. mars 1999.