Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1024, 123. löggjafarþing 562. mál: vopnalög (íþróttaskotvopn).
Lög nr. 19 16. mars 1999.

Lög um breytingu á vopnalögum, nr. 16 25. mars 1998.


1. gr.

     Við 7. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Sama gildir ef slík vopn eru sérhönnuð og sannanlega ætluð til íþróttaiðkunar skv. 17. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. mars 1999.