Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1077, 123. löggjafarþing 543. mál: orkulög (eignarhlutur Rafmagnsveitna ríkisins í félögum).
Lög nr. 35 19. mars 1999.

Lög um breytingu á orkulögum, nr. 58/1967, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 61. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Rafmagnsveitum ríkisins er heimilt að stofna og eiga hlut í félögum sem hafa það að megintilgangi að framleiða, flytja, dreifa eða selja orku. Fyrirtækinu er jafnframt heimilt að stofna og eiga hlut í félögum til að hagnýta þá sérþekkingu og búnað sem fyrirtækið ræður yfir til rannsóknar- og þróunarstarfa á sviði orkumála og til orkuverkefna erlendis. Til að stofna eða eiga hlut í félögum þarf heimild ráðherra hverju sinni. Áður en ráðherra veitir slíka heimild skal leitað álits fjármálaráðherra.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. mars 1999.