Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1199, 123. löggjafarþing 547. mál: jarðalög (fulltrúar í jarðanefndir).
Lög nr. 54 19. mars 1999.

Lög um breytingu á jarðalögum, nr. 65/1976, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðsins „héraðsnefnd“ í 1. mgr. 4. gr. laganna, sbr. 37. gr. laga nr. 108/1988, kemur: sýslumaður.

2. gr.

     Í stað orðsins „héraðsnefnd“ í 1. mgr. 19. gr. laganna, sbr. 37. gr. laga nr. 108/1988, kemur: sýslumann.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Jarðanefndir sem skipaðar hafa verið fyrir gildistöku laga þessara skulu starfa út skipunartíma sinn.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 1999.