Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 456, 125. löggjafarþing 67. mál: greiðslur ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota (skilyrði bótagreiðslu).
Lög nr. 118 28. desember 1999.

Lög um breyting á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, nr. 69 10. mars 1995.


1. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þegar veigamikil rök mæla með má víkja frá skilyrðum 1. og 2. mgr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 1999.