Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 993, 125. löggjafarþing 289. mál: stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar (stimpilgjald).
Lög nr. 19 14. apríl 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 103/1996, um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar.


1. gr.

     Síðari málsliður 2. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Greiða skal 0,5% stimpilgjald af fjárhæð hlutabréfa sem gefin hafa verið út í Landssíma Íslands hf. og Íslandspósti hf. Um gjaldið fer að öðru leyti eftir því sem mælt er fyrir um í lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum. Ekki skal greiða stimpilgjaldsálag vegna þeirra hlutabréfa sem þegar hafa verið gefin út í Landssíma Íslands hf. og Íslandspósti hf., enda verði gjaldið greitt innan tveggja mánaða frá gildistöku laga þessara.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. apríl 2000.