Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 948, 125. löggjafarþing 491. mál: vaxtalög (regluheimildir).
Lög nr. 22 14. apríl 2000.

Lög um breytingu á vaxtalögum, nr. 25/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     23. gr. laganna orðast svo:
     Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.

2. gr.

     Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein og breytist greinatala annarra greina samkvæmt því:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um jöfnuð verðtryggðra eigna og skulda viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana. Fjármálaeftirlitið getur beitt viðskiptabanka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir viðurlögum á þann hátt sem fyrir er mælt í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi ef ekki er farið eftir reglunum.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. apríl 2000.