Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1321, 125. löggjafarþing 569. mál: tilkynningarskylda íslenskra skipa (undanþágur).
Lög nr. 73 20. maí 2000.

Lög um breytingu á lögum um tilkynningarskyldu íslenskra skipa, nr. 40/1977, með síðari breytingum.


1. gr.

     E-liður 2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Undanþegin ákvæðum c-liðar eru skip sem ekki eru notuð í atvinnuskyni. Samgönguráðherra er heimilt að ákveða að skip sem stunda veiðar nálægt landi verði undanþegin ákvæðum c-liðar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2000.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2000.