Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1365, 125. löggjafarþing 637. mál: gjaldmiðill Íslands og Seðlabanki Íslands (tilefnismynt).
Lög nr. 81 22. maí 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 22/1968, um gjaldmiðil Íslands, og lögum nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum.


Breyting á lögum um gjaldmiðil Íslands, nr. 22/1968, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 1. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Jafnframt er bankanum heimilt, með leyfi ráðherra, að slá sérstaka tilefnismynt samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

Breyting á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/1986, með síðari breytingum.

2. gr.

     Á eftir 2. mgr. 5. gr. laganna kemur ný málsgrein er orðast svo:
     Tilefnismynt sem bankinn gefur út skal vera lögeyrir til allra greiðslna með fullu ákvæðisverði. Seðlabankanum er heimilt að ákveða að tilefnismynt sé seld með álagi á ákvæðisverð hennar. Ágóða af sölu tilefnismyntar skal varið til lista, menningar eða vísinda samkvæmt ákvörðun ráðherra.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 2000.