Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1325, 125. löggjafarþing 548. mál: virðisaukaskattur (mötuneyti, rafrænn afsláttur o.fl.).
Lög nr. 105 22. maí 2000.

Lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 6. mgr. og orðast svo:
     Frumsala tilefnismyntar sem gefin er út af Seðlabanka Íslands er undanþegin skattskyldu, enda þótt söluverð sé hærra en ákvæðisverði nemur.

2. gr.

     Við 2. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, er verður 5. málsl., svohljóðandi: Jafnframt skulu ríki, sveitarfélög, stofnanir þeirra og fyrirtæki greiða virðisaukaskatt af framleiðsluverði á mat sem tilreiddur er í mötuneytum þeirra og seldur er starfsmönnum eða öðrum á verði undir framleiðsluverði.

3. gr.

     Við 5. tölul. 2. mgr. 7. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Afsláttur sem þeir aðilar, er skrá sölu í sjóðvél, veita gegn greiðslu með kreditkorti og tekjufærður er að fullu við afhendingu en dregst frá söluverði við uppgjör greiðslukortafyrirtækis telst ekki háður skilyrðum sem greinir í 1. málsl. þessa töluliðar. Gefi seljandi út reikning samhliða skráningu í sjóðvél skal fjárhæð afsláttar tilgreind á honum.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
  1. 6. tölul. 3. mgr. orðast svo: Öflun, rekstur og leigu fólksbifreiða og hópbifreiða. Sama á við um sendi- og vörubifreiðar með leyfða heildarþyngd 5.000 kg eða minna sem ekki uppfylla skilyrði um burðargetu og lengd farmrýmis er fjármálaráðherra setur í reglugerð.
  2. 4. mgr. orðast svo:
  3.      Þeir sem skattskyldir eru á grundvelli 2. mgr. 3. gr. mega einungis telja til innskatts virðisaukaskatt af þeim aðföngum sem eingöngu varða hina skattskyldu þætti í starfsemi þeirra.


5. gr.

     3. málsl. 1. mgr. 24. gr. laganna orðast svo: Fjármálaráðherra ákveður í reglugerð um greiðslustaði, greiðslufyrirkomulag og efni skýrslu, þar á meðal um rafræn skil á skýrslu og greiðslu.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Endurgreiða skal veitingahúsum, mötuneytum og öðrum hliðstæðum aðilum, sem selja tilreiddan mat, sbr. 8. tölul. 2. mgr. 14. gr., fjárhæð er nemur 112,5% af innskatti hvers uppgjörstímabils vegna matvælaaðfanga sem bera 14% virðisaukaskatt samkvæmt ákvæðinu. Endurgreiðsla þessi skal þó ekki vera hærri en svo að útskattur vegna sölu á tilreiddum mat að frádreginni endurgreiðslu samsvari að minnsta kosti 14% af hráefnisverði að viðbættum 19,25% af mismun söluverðs á tilreiddum mat og hráefnisverðs matvælaaðfanga. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð nánar um framkvæmd endurgreiðslunnar.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
  4.      Endurgreiða skal rekstraraðilum hópbifreiða, sem leyfi hafa samkvæmt lögum um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum, 19,68% af söluverði hópbifreiða sem þeir sannanlega selja úr landi. Fjármálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd endurgreiðslunnar.


7. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2000. Þó öðlast ákvæði 1. gr. þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2000.