Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 386, 126. löggjafarþing 216. mál: veiðieftirlitsgjald (fjárhæðir).
Lög nr. 142 30. nóvember 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 33/2000, um veiðieftirlitsgjald.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Eigendur skipa skulu greiða 424 kr. fyrir hvert þorskígildistonn úthlutaðs eða landaðs afla, sbr. 3. mgr.
  2. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Þegar um er að ræða tegundir sem úthlutað er til einstakra skipa á grundvelli hlutdeilda skal gjaldið miðast við hlutdeildir viðkomandi skips í þeim tegundum og úthlutað heildaraflamark þegar gjaldið er lagt á, en miðist úthlutun ekki við hlutdeild skal miða gjaldið við úthlutað aflamagn.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Í stað tölunnar „14.200“ í 3. mgr. kemur: 16.500.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Sama gildir sé veiðieftirlitsmaður Fiskistofu um borð í fiskiskipi á kostnað útgerðar samkvæmt sérstakri heimild í lögum.
  3. Í stað tölunnar „15.000“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: 19.500.


3. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. nóvember 2000.