Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 525, 126. löggjafarþing 196. mál: tekjuskattur og eignarskattur (skatthlutfall).
Lög nr. 150 20. desember 2000.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „26,41%“ í 1. tölul. 1. mgr. 67. gr. laganna kemur: 26,08%.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2001 og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2002 vegna tekna ársins 2001 og við staðgreiðslu á því ári.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2000.