Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 615, 126. löggjafarþing 350. mál: tryggingagjald (fæðingarorlof).
Lög nr. 156 20. desember 2000.

Lög um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 9. gr. laganna bætist nýr töluliður sem orðast svo: Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði vegna fæðingarorlofs, svo og greiðslur launagreiðanda vegna fæðingarorlofs, þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur þeim hluta slíkra greiðslna sem launagreiðandinn fær endurgreiddan úr Fæðingarorlofssjóði.

2. gr.

     Lögin öðlast gildi 1. janúar 2001 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu tryggingagjalds á því ári og álagningu gjalda á árinu 2002.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2000.