Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1104, 126. löggjafarþing 201. mál: stéttarfélög og vinnudeilur (sektarákvarðanir Félagsdóms).
Lög nr. 20 7. maí 2001.

Lög um breytingu á lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingum.


1. gr.

     5. gr. laganna breytist þannig:
  1. Í stað orðanna „fleiri en tvö stéttarfélög“ í fyrri málslið 4. mgr. kemur: tvö eða fleiri stéttarfélög.
  2. Í stað „2. mgr.“ í síðari málslið 4. mgr. kemur: 3. mgr.


2. gr.

     Í stað orðanna „Vinnuveitendasambandi Íslands“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 39. gr. laganna og sömu orða í 3. mgr. kemur: Samtökum atvinnulífsins.

3. gr.

     67. gr. laganna breytist þannig:
  1. Í stað orðanna „Frávísunardómi eða úrskurði“ í 1. tölul. kemur: Frávísunardóm eða úrskurð.
  2. Í stað orðsins „Dómi“ í 2. tölul. kemur: Dóm.
  3. 3. tölul. orðast svo: Úrskurð um skyldu til að bera vitni, um eiðvinning og réttarfarssektir skv. 60. og 63. gr.
  4. Við greinina bætist nýr töluliður sem orðast svo: Ákvörðun um að gera aðila að greiða sektir skv. 65. gr.


4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. apríl 2001.