Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1120, 126. löggjafarþing 526. mál: bókasafnsfræðingar (starfsheiti).
Lög nr. 21 7. maí 2001.

Lög um breyting á lögum um bókasafnsfræðinga, nr. 97/1984.


1. gr.

     Í stað orðsins „bókasafnsfræðing“ í 1. gr. laganna kemur: bókasafns- og upplýsingafræðing.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 1. tölul. 1. mgr. orðast svo: þeim sem lokið hafa BA-prófi frá Háskóla Íslands með bókasafns- og upplýsingafræði sem aðalgrein er jafngildir a.m.k. 60 námseiningum.
  2. Í stað orðsins „bókasafnsfræði“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: bókasafns- og upplýsingafræði.
  3. 4. tölul. 1. mgr. orðast svo: þeim sem tekið hafa lokapróf frá háskóla og framhaldsgráðu í bókasafns- og upplýsingafræði til viðbótar, þ.e. MA, MLS eða sambærilega háskólagráðu.
  4. 2. mgr. orðast svo:
  5.      Áður en leyfi er veitt skv. 3. og 4. lið skal leita umsagnar Upplýsingar – félags bókasafns- og upplýsingafræða, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og bókasafns- og upplýsingafræðiskorar við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.


3. gr.

     Í stað orðsins „Bókasafnsfræðingi“ í 3. gr. laganna kemur: Bókasafns- og upplýsingafræðingi.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. apríl 2001.