Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1160, 126. löggjafarþing 367. mál: meðferð opinberra mála (opinber rannsókn).
Lög nr. 27 7. maí 2001.

Lög um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991.


1. gr.

     Við 4. mgr. 66. gr. laganna, sbr. lög nr. 36/1999, bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sá sem á hagsmuna að gæta getur kært ákvörðun ríkissaksóknara um synjun á rannsókn til dómsmálaráðherra. Nú ákveður ráðherra að rannsókn fari fram og setur hann þá sérstakan saksóknara til að fara með og rannsaka málið.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. apríl 2001.