Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1374, 126. löggjafarþing 653. mál: framhaldsskólar (deildarstjórar).
Lög nr. 51 26. maí 2001.

Lög um breyting á lögum um framhaldsskóla, nr. 80/1996, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. málsl. 3. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara til allt að fimm ára í senn, áfangastjóra til allt að fjögurra ára og aðra stjórnendur að höfðu samráði við skólanefnd.

2. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 24. gr. laganna orðast svo: Almennt námsmat í framhaldsskóla er í höndum kennara.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2001.