Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1379, 126. löggjafarþing 630. mál: ávana- og fíkniefni (óheimil efni).
Lög nr. 68 26. maí 2001.

Lög um breytingu á lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 4. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Sama gildir um sölt, esta, peptíð og hvers konar afleiður (afbrigði) efna, sbr. 2. og 3. gr., þar með taldar afleiður sem eru frábrugðnar upprunalega efninu (viðmiðunarefninu) að því er varðar staðsetningu efnahóps eða efnahópa á kolefni, köfnunarefni, súrefni og/eða brennisteini.

2. gr.

     Í stað orðsins „lögmætan“ í 6. mgr. 5. gr. laganna kemur: ólögmætan.

3. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Eftirtalin ávana- og fíkniefni falla undir 1. mgr. 2. gr.: 1-Fenyl-2-butylamine, 4- metylaminorex, 4-MTA, A1-fenyl-1-piperidyl-(2)-metyl acetat, Acetorphine, Acetylmeskaline, Allobarbital, Brallobarbital, Brolamfetamine, Brotizolam, Brom-STP, Butobarbital, Cannabis (Kannabis, Marihuana, Hass), Cannabis harpix, Carfentanil, Cathinone, Chlorali hydras, Chloralodolum, Clomethiazolum, Cocainum, Desornorphinum, DET, Dexamfetamine, DMA, DMHP, DMT, DOET, Enhexymalum, Eticyclideine, Etilamfetamine, Etorphine, Fenetylline, GHB, Heptamalum, Heroin, Hexapropymatum, Hydroxyamfetamine, Hydroxytetrahydrokannabinolar, Ibogain, Kat, Levonantradol, Lysergide, MDA, MDE, MDMA, Mescaline, Methamfetamine, Methandriolum, Methaqualone, Methcathinone, Methylpentynolum, Metohexital, Metylmeskaline, MMDA, Modafinil, Nabilon, N-ethyl MDA, N-hydroxyamfetamine, Parahexyl, PHP, PCPY, PMA, Propylhexedrinum, Psilocybinum, Psilocine, Pyrityldion, STP, DOM, TCP, TMA, Tybamatum, Vinylbital.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2001.