Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 634, 127. löggjafarþing 159. mál: náttúruvernd (Náttúruverndarráð o.fl.).
Lög nr. 140 21. desember 2001.

Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Við bætist nýr töluliður, 2. tölul., sem orðast svo: Búsvæði: Þeir staðir eða svæði þar sem tegund getur þrifist.
  2. Í stað orðanna „Lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfi“ í b-lið 5. tölul. kemur: Lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og vistkerfi.
  3. Við bætist nýr töluliður, 9. tölul., sem orðast svo: Vistgerðir: Staðir eða svæði með ákveðnum einkennum, t.d. hvað varðar gróður- og dýralíf, jarðveg og loftslag.


2. gr.

     8. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     9. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     10. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:
Umhverfisþing.
     Umhverfisráðherra skal boða til umhverfisþings að loknum hverjum alþingiskosningum og síðan tveimur árum síðar.
     Á umhverfisþingi skal fjalla um umhverfis- og náttúruvernd og sjálfbæra þróun. Fjórða hvert ár skal á umhverfisþingi fjalla um aðgerðaáætlanir um sjálfbæra þróun. Til umhverfisþings skal boða alþingismenn, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga og fulltrúa atvinnulífs og frjálsra félagasamtaka sem hafa umhverfisvernd og sjálfbæra þróun á stefnuskrá sinni.
     Seta á þinginu er ólaunuð, en hlutaðeigandi aðilar greiða kostnað fulltrúa. Annar nauðsynlegur kostnaður af þinghaldinu greiðist úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra.

5. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „7. tölul. 3. gr.“ í 2. mgr. 14. gr. og 4. mgr. 20. gr. laganna kemur: 8. tölul. 3. gr.

6. gr.

     Tilvísunin „nr. 10/1965“ í 2. mgr. 23. gr. laganna fellur brott.

7. gr.

     Í stað orðsins „landslagsgerðir“ í 1. mgr. 37. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur í viðeigandi falli: jarðmyndanir og vistkerfi.

8. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 47. gr. laganna orðast svo: Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt aðalskipulag sem Náttúruvernd ríkisins og viðkomandi náttúruverndarnefnd hefur gefið umsögn sína um, sbr. 33. gr., er óheimilt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrr en að fenginni umsögn framangreindra aðila.

9. gr.

     D-liður 50. gr. laganna orðast svo: friðlýstar lífverur, búsvæði, vistgerðir og vistkerfi, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 53. gr. og 1. mgr. 54. gr.

10. gr.

     Í stað orðanna „Náttúruverndar ríkisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruverndarráðs“ í 1. mgr. 51. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: Náttúruverndar ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands.

11. gr.

     Í stað orðanna „Lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfi“ í 3. tölul. 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: Lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og vistkerfi.

12. gr.

     Í stað orðanna „Náttúruverndar ríkisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands eða Náttúruverndarráðs“ í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. laganna kemur: Náttúruverndar ríkisins eða Náttúrufræðistofnunar Íslands.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „búsvæði þeirra“ í 1. mgr. kemur: búsvæði þeirra, vistgerðir.
  2. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Áætlun skal m.a. taka til helstu tegunda vistgerða og vistkerfa hér á landi, svo og jarðmyndana.
  3. Í stað orðsins „búsvæða“ í b-lið 2. mgr. kemur: vistgerða.


14. gr.

     Í stað orðanna „búsvæði þeirra“ í c-lið 1. mgr. 68. gr. laganna kemur: búsvæði þeirra, vistgerðir.

15. gr.

     71. gr. laganna fellur brott.

16. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2001.