Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 792, 127. löggjafarþing 137. mál: iðnaðarlög (iðnráð).
Lög nr. 7 15. febrúar 2002.

Lög um breytingu á iðnaðarlögum, nr. 42/1978, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Lögreglustjóri, þar sem aðili á lögheimili, lætur af hendi meistarabréf og iðnaðarleyfi.
  3. 3. mgr. orðast svo:
  4.      Iðnaðarráðherra gefur út sveinsbréf. Hann getur falið öðrum að gefa bréfin út að fullnægðum skilyrðum laga.


2. gr.

     14. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum nr. 64/1934, um viðauka við lög nr. 29 8. nóvember 1895, um hagfræðiskýrslur: Orðin „í samráði við iðnráð Reykjavíkur“ í niðurlagi 1. gr. falla brott.

Samþykkt á Alþingi 11. febrúar 2002.