Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 932, 127. löggjafarþing 563. mál: lögskráning sjómanna (öryggisfræðsla).
Lög nr. 12 11. mars 2002.

Lög um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. 7. tölul. 1. mgr. orðast svo: Yfirlýsingu um að skipverji hafi hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða á annan hátt. Siglingastofnun er heimilt að veita skipverja tímabundinn frest í eitt sinn til þess tíma sem hann er skráður á öryggisfræðslunámskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum aðila. Greiða skal gjald fyrir veittan frest og skulu þau gjöld standa undir raunkostnaði Siglingastofnunar Íslands við afgreiðslu hans. Gjöld skulu ákveðin í gjaldskrá stofnunarinnar.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Ef skilyrðum 1. mgr. er fullnægt ritar lögskráningarstjóri vottorð sitt á gögnin. Ef eitthvert gagna skv. 1.–4. og 6.–7. tölul. 1. mgr. vantar skal eigi lögskráð fyrr en úr því er bætt. Siglingastofnun hefur eftirlit með framkvæmd þessa ákvæðis.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. mars 2002.