Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1160, 127. löggjafarþing 428. mál: kirkjubyggingasjóður.
Lög nr. 35 16. apríl 2002.

Lög um brottfall laga um kirkjubyggingasjóð, nr. 21 18. maí 1981.


1. gr.

     Kirkjubyggingasjóður, sem starfar á grundvelli laga nr. 21 18. maí 1981 og stofnaður var með lögum nr. 43 14. apríl 1954, skal lagður niður og renna í Jöfnunarsjóð sókna, sem starfar á grundvelli laga um sóknargjöld o. fl., nr. 91 29. desember 1987.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Frá sama tíma falla brott lög um kirkjubyggingasjóð, nr. 21 18. maí 1981.

Samþykkt á Alþingi 8. apríl 2002.