Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1191, 127. löggjafarþing 595. mál: Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (réttur barna og maka).
Lög nr. 42 18. apríl 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.


1. gr.

     Við 1. mgr. 11. gr. laganna bætist: eftir að iðgjaldagreiðslum til sjóðsins er lokið.

2. gr.

     1. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
     Börn eða kjörbörn sem sjóðfélagi lætur eftir sig er hann andast og yngri eru en 18 ára skulu fá lífeyri úr sjóðnum eftir að iðgjaldagreiðslum til sjóðsins er lokið þar til þau eru fullra 18 ára að aldri. Sama gildir um börn eða kjörbörn sem sá maður lætur eftir sig er naut elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum er hann andaðist.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. apríl 2002.