Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1187, 127. löggjafarþing 576. mál: tollalög (tollar á grænmeti).
Lög nr. 46 22. apríl 2002.

Lög um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     2. málsl. 3. mgr. 6. gr. A laganna orðast svo: Landbúnaðarráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að tollur á þær vörur sem fluttar eru inn samkvæmt tollkvótum sem tilgreindir eru í viðaukum IVA og B skuli vera 0, 10, 20, 30, 40, 50, 60, 70, 80 eða 90 hundraðshlutar af þeim verð- og/eða magntolli sem lagður er á viðkomandi vörulið eins og hann er tilgreindur í tollskrá eða 32% af grunntaxta viðkomandi vöruliðar eins og hann er tilgreindur í viðauka IIA með lögum þessum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. apríl 2002.